Forritunarklúbbur STEM Húsavík

Forritunarklúbbur STEM Húsavík fer af stað í byrjun september, fyrir börn á aldrinum 8 – 14 ára. 
Vinsamlegast athugið að pláss eru takmörkuð og aðeins þeir fyrstu komast að. Eftir það er biðlisti – ef einhver detta út á fyrstu vikum. 

Stefnt er að því að taka þátt í First LEGO League keppninni sem fram fer í Reykjavík 11. nóvember og miðast starf klúbbsins við undirbúning fyrir mótið; að setja saman Lego og Lego vélmenni, forrita og leysa þrautir. Stór hluti starfsins snýst um að byggja upp liðsheild og æfa teymisvinnu og lausnamiðaða og skapandi hugsun.

Kennt verður í Fablab Húsavík þriðjudaga kl. 14:30 – 16:30 og annan hvern laugardag kl. 10 – 12. Kennarar eru: Bridget Burger, Stefán Pétur Sólveigarsson, Sigurður Narfi Rúnarsson og fleiri.

Athugið! Við leitum líka að áhugasömum aðstoðarleiðbeinendum/þjálfurum á aldrinum 15-18 ára. Skráning á stem@stemhusavik.is eða með því að senda skilaboð á Facebook eða Instagram.

©Kristinn Ingvarsson