NorthQuake 2022 undirbúningur

Kæru nemendur,

NorthQuake jarðskjálftaráðstefnan er nú haldin í fjórða skiptið á Húsavík, en hún hefur verið haldin á þriggja ára fresti frá árinu 2013.
Markmið ráðstefnunnar er að fá yfirlit yfir nýjustu rannsóknir á jarðskjálftum á Norðurlandi, orsökum þeirra, eðli, áhrifum og ennfremur kynna hagnýtingu rannsóknarniðurstaða. 

Húsavík er þekkt jarðskjálftasvæði en flestir jarðskjálftar á Norðurlandi eiga sér stað annað hvort á HúsavíkurFlateyjarmisgenginu eða á Grímseyjarmisgenginu.

 Fyrsta heimild um jarðskjálfta fyrir Norðurlandi er frá árinu 1260, þá greina fornannálarnir frá skjálfta við Flatey á Skjálfanda en svo eru engar heimildir um jarðskjálfta fyrir Norðurlandi í rúm 300 ár.

Pallborðsumræður með nemendum

Velkomin á pallborðsumræður með jarðvísindafólki sem hluti af NorthQuake 2022 jarðskjálftaráðstefnunni.

Þetta er ykkar tækifæri til að fræðast um nám, störf og
hvað sem ykkur dettur í hug sem tengist jarðfræði, jarðverkfræði og jarðskjálftafræði.

Ykkur er boðið að eiga stefnumót við vísindafólk miðvikudaginn 19. október kl. 13:15 – 14:00 á Fosshótel Húsavík.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nemendum 10. bekkjar og nemendum FSH er boðið á NorthQuake 2022 jarðskjálftaráðstefnuna sem haldin er á Fosshótel. 

Þar er ykkur boðið að taka þátt í pallborðsumræðum sem er sérstaklega sett upp fyrir nemendur. 
Tilgangurinn er meðal annars að auka áhuga og sýna fram á leiðir og möguleika í jarðfræðitengdu námi.

Við viljum bjóða ykkur að spyrja vísindafólkið spurninga sem tengjast námi þeirra og starfi í jarðvísindum. Fimm aðilar með fjölbreyttan bakgrunn tengdum jarðfræði, jarðsskjálftafræði og jarðverkfræði munu sitja fyrir svörum og hlakkar þau til að hitta ykkur á Húsavík.

Til að undirbúa okkur sem best biðjum við ykkur, nemendur að senda inn spurningar um það sem þið viljið fá svör við á ráðstefnunni – hvað sem er sem tengist jarðfræði, jarðverkfræði, jarðskjálftafræði og tengdum greinum.

Dæmi um spurningar: Hvaða leið fórstu í námi? Hvað var áhugaverðast í náminu þínu? Hvað var erfiðast? Hvað var leiðinlegast? Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu starfi? Er starfið þitt fjölbreytt? Hvað gæti jarðverkfræðingur unnið við á Húsavík?

Við biðjum ykkur að senda inn spurningar hér:

Ef þið viljið undirbúa ykkur enn betur og fræðast um jarðskjálfta og rannsóknir á þeim fyrirfram, þá er þetta myndband fyrir ykkur. Við mælum með að horfa á fyrstu 11 mínúturnar að lágmarki.

Að lokum biðjum við ykkur að svara þessari örstuttu könnun um núverandi áhuga ykkar á jarðfræði og tengdum greinum.