Áfangar STEM Húsavík

Áfangi I √
Stefnumótun og stofnsetning
október 2021 – maí 2022

  • Að setja á fót ráðgefandi stjórn (Advisory Board) STEM Húsavík sem samanstendur af leiðandi einstaklingum úr ólíkum geirum samfélagsins.
  • Að halda vinnustofur og þjálfun í SVÓT greiningu, svæðisbundinni innviðakortlagningu, fjármögnun og stefnumótun fyrir ráðgefandi stjórn og verkefnastjóra STEM Húsavík.
  • Að vinna stefnumótun til 12 mánaða.
  • Að velja 3-5 málefni/verkefni til að hrinda í framkvæmd.

Áfangi II
Útvíkkun meðlima, framkvæmd verkefna, stuðningur og efling samfélagsins til nýsköpunar
júní 2022 – júní 2023

  • Að útvíkka meðlimahóp STEM Húsavík fræðslunetsins upp í 50-100 meðlimi.
  • Að halda mánaðarlega fundi fyrir meðlimi, á netinu og/eða í raunheimum.
  • Að halda vinnustofur fyrir kennara um bestu starfsvenjur og úrræði STEM Learning Ecosystems og InventEducation til að styðja við kennslu í STEM greinum.
  • Að ljúka 3-5 verkefnum sem ákvörðuð voru í áfanga I.
  • Að setja á fót heimasíðu sem hýsir upplýsingar um STEM Húsavík, fundi fræðslunetsins, lista yfir meðlimi, verkefni og og útkomur verkefna.
  • Að sækja nýsköpunar-, byggðaþróunar- og menntaráðstefnur til að kynna og þróa áfram faglegt starf STEM Húsavík.

Áfangi III
Sjálfbærni STEM Húsavík, tenging fræðsluneta og skölun á verkefni
júní 2023 – júní 2025

  • Að kynna líkan og bestu starfsvenjur STEM Húsavík í öðrum samfélögum/bæjarfélögum á landsbyggðinni.
  • Að koma a alþjóðlegu, þvermenningarlegu samstarfi milli STEM Húsavík og Cape Cod/Bandarískra STEM vistkerfa með það að markmiði að hvetja til nýrra verkefna og deila lausnum milli samfélaga.
  • Að endurmeta og fínstilla STEM Húsavík til að finna sem skilvirkastar leiðir í nýtingu STEM Learning Ecosystems líkansins á Íslandi.