

STEM Húsavík starfar eftir líkani STEM Learning Ecosystems námsvistkerfisins og þjónar sem vistkerfi fyrir ólíka hagaðila samfélagsins til að tengjast gegnum STEM greinar og nám.
Upphafið
STEM Húsavík er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku.
STEM Húsavík er hýst af Þekkingarneti Þineyinga og var formlega sett á laggirnir í maí 2022 af verkefnastjóra, ráðgjafa og ráðgefandi stjórn STEM Húsavík. Þá var unnin markmiðsyfirlýsing, innviðakortlagning og SVÓT greining, auk stefnumótunarvinnu fyrir fyrsta starfsár STEM Húsavík. Í ráðgefandi stjórn sitja aðilar frá eftirfarandi stofnunum: Þekkingarneti Þingeyinga/FabLab Húsavík, Hvalasafninu á Húsavík, Náttúrustofu Norðausturlands, PCC Bakka Silicon, Ocean Missions, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík, Framhaldsskólanum á Húsavík, auk óstofnaðra samtaka um verndun í og við Skjálfanda. Til stendur að setja á fót skólaráð STEM Húsavík með aðkomu allra skólastiga.
OKTÓBER 2021 – MAÍ 2022
Stefnumótun og
stofnsetning STEM Húsavík
JÚNÍ 2022 – JÚNÍ 2023
Útvíkkun meðlima,
framkvæmd verkefna,
stuðningur og efling
samfélagsins til nýsköpunar
JÚNÍ 2023 – JÚNÍ 2025
Sjálfbærni STEM Húsavík,
tenging fræðsluneta og skölun á verkefni
Markmið
Markmiðyfirlýsing STEM Húsavík er að efla íbúa og byggja upp færni með því að tengja saman fjölbreyttar auðlindir, náttúru og samfélag.
Eftir því sem umhverfisaðstæður breytast er hefðbundnum lífsháttum og framfærslu ógnað, ekki síst í smærri byggðarlögum landsins. Hraðar tækniframfarir kalla á nýja hæfni og samfélög verða að aðlagast og þróa færni sína, viðhorf og seiglu gagnvart þessum breytingum. Það sama á við um hæfni til að vinna þvert á ólík svið, leita nýrra lausna, gagnrýna og taka virkan þátt í lýðræðislegri umræðu.
Samfélagsleg nálgun á STEM fræðslu og kennslu eykur áhuga ungra sem aldinna á umhverfi sínu og opnar fyrir möguleika í grunnmenntun, símenntun og endurmenntun. Slík nálgun getur einnig ýtt undir áhuga á raungreinum strax á unga aldri og eflt vísinda-, umhverfis- og haflæsi allra þátttakenda, auk þess að hvetja til nýskapandi nálgana á aðsteðjandi og raunverulegum vandamálum.
Tímalína STEM Húsavík
Október 2021 – Umsókn í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra
Febrúar 2022 – Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra (1.500.000)
Febrúar 2022 – Markvisst unnið að stofnsetningu STEM Húsavík
Mars 2022 – Umsókn um komu Fulbright sérfræðings
Maí 2022 – Umsókn í Lóu, Nýsköpunarsjóð fyrir landsbyggðina
Maí 2022 – Fyrri Fulbright heimsókn Bridgetar Burger
Maí 2022 – STEM Húsavík formlega stofnað
Maí 2022 – Þekkingarnet Þingeyinga styrkir STEM Húsavík um hálft stöðugildi (júní – september)
Júlí 2022 – Úthlutun úr Lóu, Nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina (4.200.000)
Júlí 2022 – Umsókn í Samfélagssjóð Landsvirkjunar v. hlaðvarpsþáttagerða
Ágúst 2022 – Úthlutun úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar (400.000)