HEIM

Markmið STEM Húsavík er að efla íbúa og byggja upp færni með því að tengja saman fjölbreyttar auðlindir, náttúru og samfélag.

Vertu með í STEM Húsavík samfélaginu!

Með því að skrá þig á póstlista STEM Húsavík ertu orðin/nn meðlimur í samfélagi fjölda einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem eru hluti af námsvistkerfi STEM Húsavík.
Meðlimir STEM Húsavík fá reglulegar fréttir af starfinu, boð á viðburði og tækifæri til fjölbreytts samstarfs og þátttöku í verkefnum.

Hvers vegna samfélagslegt STEM námsvistkerfi?

Samfélagsleg nálgun á STEM kennslu og fræðslu eykur áhuga ungra sem aldinna á umhverfi sínu og opnar fyrir möguleika í grunnmenntun, símenntun og endurmenntun, auk þess að ýta undir áhuga á raungreinum strax á grunnskólaaldri. Nálgunin getur eflt vísinda-, umhverfis og haflæsi allra þátttakenda, auk þess að hvetja til nýskapandi nálgana aðsteðjandi og raunverulegra vandamála. 

STEM Húsavík starfar eftir áhrifaríku og þaulreyndu líkani STEM Learning Ecosystems námsvistkerfisins og þjónar sem vistkerfi fyrir ólíka hagaðila samfélagsins til að tengjast gegnum STEM greinar og nám.

STEM Húsavík varð formlega hluti af STEM Learning Ecosystems starfssamfélaginu (Community of Practice) í maí 2023, fyrst á Norðurlöndunum.

Að varpa fram nýjum spurningum, velta upp nýjum möguleikum og skoða gömul vandamál út frá nýju sjónarhorni krefst skapandi ímyndunarafls. Það er það sem markar raunverulega byltingu í vísindum.

Albert einstein
Fólkið á bakvið STEM Húsavík

Huld Hafliðadóttir er forstöðukona og stofnandi STEM Húsavík.
huld@hac.is

Bridget Burger er Fulbright sérfræðingur og ráðgjafi við STEM Húsavík.
beb66@hi.is

STEM Húsavík væri ekki til án stuðnings eftirfarandi:
Styrkúthlutun 2022

Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra til að koma á fót STEM Húsavík sem tilraunaverkefni (Pilot Project) á Húsavík.

Stuðningur við verkefnið

Stuðningur á öllum stigum verkefnisins, m.a. í formi húsnæðis og starfshlutfalls

Fulbright sérfræðingur

Fulbright Iceland styrkti komu sérfræðings í STEM kennslu til Íslands í maí og október 2022.

Áfangi tvö – innleiðing og aðlögun bestu starfsvenja

STEM Húsavík hlaut styrk úr Lóu, nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina sumarið 2022 til innleiðingar bestu starfsvenja STEM Learning Ecosystems.

Áfangi tvö – innleiðing og aðlögun bestu starfsvenja

STEM Húsavík hlaut styrk frá Bandaríska sendiráðinu á Íslandi til að halda vinnustofur fyrir kennara og byggja upp fjölbreytt STEM tækjasafn til útláns.


STEM Fréttir

Fyrsta Húsvíska liðið í First LEGO League keppnina

Fyrsta Húsvíska liðið til að taka þátt í alþjóðlegu keppninni First LEGO League er lagt af stað til Reykjavíkur, en keppnin fer fram í Háskólabíói á morgun, laugardag. Það er STEM Húsavík í samstarfi við FabLab Húsavík sem hefur staðið fyrir forritunarklúbbi fyrir börn á aldrinum 8-14 ára í haust, en keppnin sem liðið tekur…

Lesa meira

Leikskólinn Grænuvellir setur stefnuna á STEM

Síðastliðinn þriðjudag, á starfsdegi kennara í Norðurþingi, vann starfsfólk Grænuvalla, undir handleiðslu STEM Húsavík, undirbúningsvinnu fyrir innleiðingu STEM sem námsstefnu í öllu starfi leikskólans.  Kjarnafærni í STEM greinum og færni fyrir 21. öldina er færni sem kallað er eftir í atvinnuumhverfi framtíðarinnar, en börn öðlast slíka færni m.a. í gegnum hágæða STEM menntun, allt frá…

Lesa meira

Vel heppnað sumarnámskeið STEM Húsavík: Náttúruvísindakrakkar

Á föstudag lauk tveggja vikna sumarnámskeiði STEM Húsavík fyrir 10-12 ára börn með vettvangsferð í Ásbyrgi. Námskeiðið er hluti af aðgerðum STEM Húsavík til að auka vitneskju um STEM í samélaginu. Námskeiðið var styrkt af Barnamenningarsjóði, í úthlutun sjóðsins fyrir 2023. 14 börn tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir í tvær vikur, tvær klst…

Lesa meira

Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar STEM Spjallið

Sigurður Narfi Rúnarsson, kennari við Framhaldsskólann á Húsavík, er nýjasti gestur STEM spjallsins. Hann skrifaði M.ed. ritgerð sína um mikilvægi tölvu- og tæknimenntar fyrir framtíðina. Í STEM spjallinu ræðum við um STEM kennslu, Arduino og annars konar forritun og mikilvægi þess að fá að fikta og prófa sig áfram.
  1. Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar
  2. Hvað gerir hugbúnaðarsérfræðingur?
Hafðu samband!
Við hlökkum til að heyra frá þér.

Hvar erum við?

Þekkingarnet Þingeyinga
Hafnarstétt 1-3
Húsavík
stem@stemhusavik.is
s. 6980489