Markmið STEM Húsavík er að efla íbúa og byggja upp færni með því að tengja saman fjölbreyttar auðlindir, náttúru og samfélag.
Vertu með í STEM Húsavík samfélaginu!
Með því að skrá þig á póstlista STEM Húsavík ertu orðin/nn meðlimur í samfélagi fjölda einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem eru hluti af fræðsluneti STEM Húsavík.
Meðlimir STEM Húsavík fá reglulegar fréttir af starfinu, boð á viðburði og tækifæri til fjölbreytts samstarfs og þátttöku í verkefnum.
Hvers vegna samfélagslegt STEM fræðslunet?
Samfélagsleg nálgun á STEM kennslu og fræðslu eykur áhuga ungra sem aldinna á umhverfi sínu og opnar fyrir möguleika í grunnmenntun, símenntun og endurmenntun, auk þess að ýta undir áhuga á raungreinum strax á grunnskólaaldri. Nálgunin getur eflt vísinda-, umhverfis og haflæsi allra þátttakenda, auk þess að hvetja til nýskapandi nálgana aðsteðjandi og raunverulegra vandamála.

STEM Húsavík starfar eftir áhrifaríku og þaulreyndu líkani STEM Learning Ecosystems námsvistkerfisins og þjónar sem vistkerfi fyrir ólíka hagaðila samfélagsins til að tengjast gegnum STEM greinar og nám.
Að varpa fram nýjum spurningum, velta upp nýjum möguleikum og skoða gömul vandamál út frá nýju sjónarhorni krefst skapandi ímyndunarafls. Það er það sem markar raunverulega byltingu í vísindum.
Albert einstein
Fólkið á bakvið STEM Húsavík

Huld Hafliðadóttir er verkefnastjóri og stofnandi STEM Húsavík.
huld@hac.is

Bridget Burger er Fulbright sérfræðingur og ráðgjafi við STEM Húsavík.
beb66@hi.is
STEM Húsavík væri ekki til án stuðnings eftirfarandi:
Styrkúthlutun 2022
Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra til að koma á fót STEM Húsavík sem tilraunaverkefni (Pilot Project) á Húsavík.
Stuðningur við verkefnið
Stuðningur á öllum stigum verkefnisins, m.a. í formi húsnæðis og starfshlutfalls
Fulbright sérfræðingur
Fulbright Iceland styrkti komu sérfræðings í STEM kennslu til Íslands í maí og október 2022.

Áfangi tvö – innleiðing og aðlögun bestu starfsvenja
STEM Húsavík hlaut styrk úr Lóu, nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina sumarið 2022 til innleiðingar bestu starfsvenja STEM Learning Ecosystems.

Áfangi tvö – innleiðing og aðlögun bestu starfsvenja
STEM Húsavík hlaut styrk frá Bandaríska sendiráðinu á Íslandi til að halda vinnustofur fyrir kennara og byggja upp fjölbreytt STEM tækjasafn til útláns.

STEM Fréttir
STEM Húsavík leiðir verkefnið Artic STEM Communities
Þann 17. apríl sl. samþykkti stýrihópur Norðurslóðaáætlunarinnar (Northern Periphery and Arctic Programme) 6 verkefni úr verkefnakalli tvö . Um er að ræða 5 aðalverkefni í forgangsröðun 1 og 2 og eitt svokallað “smáskala” verkefni, sem er jafnframt fyrsta verkefni nýs flokks, sem kallast forgangur 3 og snýst um að styrkja samstarfsmöguleika á Norðurslóðum. Það er…
Lesa meiraSTEM Húsavík formlega hluti af STEM Learning Ecosystems starfssamfélaginu- Fyrst á Norðurlöndum
Dagana 1. – 3. maí fór fram árleg ráðstefna STEM Learning Ecosystems starfssamfélagsins (SLE Community of Practice) sem haldin er af TIES (Teaching Institute for Excellence in STEM) í Flórída í Bandaríkjunum. Starfssamfélagið samanstendur af 111 námsvistkerfum sem deila reynslu, aðferðum og niðurstöðum sín á milli.STEM Húsavík var í hópi 9 nýrra námsvistkerfa sem tekin…
Lesa meiraSTEM Hádegi: Möguleikar á nýtingu lífræns áburðar úr úrgangi
Í Hádegishittingi marsmánaðar sagði Martin Varga frá verkefni sína um fýsileika þess að framleiða lífrænan áburð úr úrgangi sem annars er hent. Martin hlaut nýverið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra til þess að skoða möguleikana hér á svæðinu, en erlendis þekkist þessi aðferð og er vel nýtt. Fjölmargir þættir ýta undir fýsileika þess að notast…
Lesa meira

Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar – STEM Spjallið
Hafðu samband!
Við hlökkum til að heyra frá þér.
Hvar erum við?
Þekkingarnet Þingeyinga
Hafnarstétt 1-3
Húsavík
stem@stemhusavik.is
s. 6980489