HEIM

Markmið STEM Húsavík er að efla íbúa og byggja upp færni með því að tengja saman fjölbreyttar auðlindir, náttúru og samfélag.

Vertu með í STEM Húsavík samfélaginu!

Með því að skrá þig á póstlista STEM Húsavík ertu orðin/nn meðlimur í samfélagi fjölda einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem eru hluti af námsvistkerfi STEM Húsavík.
Meðlimir STEM Húsavík fá reglulegar fréttir af starfinu, boð á viðburði og tækifæri til fjölbreytts samstarfs og þátttöku í verkefnum.

Hvers vegna samfélagslegt STEM námsvistkerfi?

Samfélagsleg nálgun að hætti námsvistkerfa STEM Learning Ecosystems er skjótvirk, öflug og áhrifarík leið til að auka áhuga á STEM greinum, styðja við kennara við kennslu STEM greina innan og utan hefðbundinna skólastofnana og byggja upp færni fyrir 21. öldina. Öflugt, virkt og lifandi námsvistkerfi eflir vísinda-, umhverfis og haflæsi allra íbúa, auk þess að hvetja til nýskapandi nálgana á aðsteðjandi og raunverulegum vandamálum. 

STEM Húsavík starfar eftir áhrifaríku og gagnreyndu líkani STEM Learning Ecosystems námsvistkerfisins sem tengir saman ólíka hagaðila innan samfélags í gegnum sameiginleg markmið og framtíðarsýn: Að efla STEM menntun, áhuga og STEM-læsi, sem og og að byggja upp færni sem nauðsynleg er fyrir framtíðina.

STEM Húsavík varð formlega hluti af STEM Learning Ecosystems starfssamfélaginu (Community of Practice) í maí 2023, fyrst á Norðurlöndunum.

Imagination is the Highest Form of Research.

Albert einstein
STEM Húsavík væri ekki til án stuðnings eftirfarandi:
Styrkúthlutun 2022

Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra til að koma á fót STEM Húsavík sem tilraunaverkefni (Pilot Project) á Húsavík.

Stuðningur við verkefnið

Stuðningur á öllum stigum verkefnisins, m.a. í formi húsnæðis og starfshlutfalls

Fulbright sérfræðingur

Fulbright Iceland styrkti komu sérfræðings í STEM kennslu til Íslands í maí og október 2022.

Áfangi tvö – innleiðing og aðlögun bestu starfsvenja

STEM Húsavík hlaut styrk úr Lóu, nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina sumarið 2022 til innleiðingar bestu starfsvenja STEM Learning Ecosystems.

Áfangi tvö – innleiðing og aðlögun bestu starfsvenja

STEM Húsavík hlaut styrk frá Bandaríska sendiráðinu á Íslandi til að halda vinnustofur fyrir kennara og byggja upp fjölbreytt STEM tækjasafn til útláns.


STEM Fréttir

STEM og Nýsköpun í skólastarfi

Starfsemi STEM Húsavík og STEM Íslands var kynnt á fræðslufundi á vegum Alheims, vísindaseturs nú í mars, en þar var Huld með erindi um mikilvægi samfélagslegrar þáttöku í menntun. Auk Huldar, sem kynnti STEM Húsavík og STEM Ísland, kynnti Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson starfsemi Nýmenntar á Menntavísindasviði og Per-Arild Konradsen stofnandi forstjóri FIRST Scandinavia kynnti the…

Lesa meira

Ársfundur ICEBERG í Nantes

STEM Húsavík átti fulltrúa á ársfundi ICEBERG verkefnisins sem haldinn var dagana 4.–6. febrúar 2025 í Nantes í Frakklandi. Huld, sem situr í ráðgefandi stjórn verkefnisins, tók þátt í fundinum sem ráðgjafi og tengiliður við samfélag feltrannsókna. Það er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands. Fundurinn markaði eitt ár frá…

Lesa meira

Vel heppnaður fyrsti vinnufundur ViSOE verkefnisins í Stavanger

Fyrsti vinnufundur Erasmus+ verkefnisins ViSOE var nýlega haldinn í Stavanger í Noregi með góðum árangri. ViSOE stendur fyrir Visual Storytelling for Ocean Education og er samstarfsverkefni Háskóla Íslands (Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík), Háskólans í Stavanger, Háskólans í Árósum og STEM Íslands og stendur yfir í þrjú ár. ViSOE miðar að því að þróa nýskapandi,…

Lesa meira

Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar STEM Spjallið

Sigurður Narfi Rúnarsson, kennari við Framhaldsskólann á Húsavík, er nýjasti gestur STEM spjallsins. Hann skrifaði M.ed. ritgerð sína um mikilvægi tölvu- og tæknimenntar fyrir framtíðina. Í STEM spjallinu ræðum við um STEM kennslu, Arduino og annars konar forritun og mikilvægi þess að fá að fikta og prófa sig áfram.
  1. Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar
  2. Hvað gerir hugbúnaðarsérfræðingur?
Hafðu samband!
Við hlökkum til að heyra frá þér.

Go back

Your message has been sent

Warning
Warning
Warning
Warning.

Hvar erum við?

Þekkingarnet Þingeyinga
Hafnarstétt 1-3
Húsavík
stem@stemhusavik.is
s. 6980489