
Markmið STEM Húsavík er að efla íbúa og byggja upp færni með því að tengja saman fjölbreyttar auðlindir, náttúru og samfélag.
Vertu með í STEM Húsavík samfélaginu!
Með því að skrá þig á póstlista STEM Húsavík ertu orðin/nn meðlimur í samfélagi fjölda einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem eru hluti af námsvistkerfi STEM Húsavík.
Meðlimir STEM Húsavík fá reglulegar fréttir af starfinu, boð á viðburði og tækifæri til fjölbreytts samstarfs og þátttöku í verkefnum.
Hvers vegna samfélagslegt STEM námsvistkerfi?
Samfélagsleg nálgun að hætti námsvistkerfa STEM Learning Ecosystems er skjótvirk, öflug og áhrifarík leið til að auka áhuga á STEM greinum, styðja við kennara við kennslu STEM greina innan og utan hefðbundinna skólastofnana og byggja upp færni fyrir 21. öldina. Öflugt, virkt og lifandi námsvistkerfi eflir vísinda-, umhverfis og haflæsi allra íbúa, auk þess að hvetja til nýskapandi nálgana á aðsteðjandi og raunverulegum vandamálum.

STEM Húsavík starfar eftir áhrifaríku og gagnreyndu líkani STEM Learning Ecosystems námsvistkerfisins sem tengir saman ólíka hagaðila innan samfélags í gegnum sameiginleg markmið og framtíðarsýn: Að efla STEM menntun, áhuga og STEM-læsi, sem og og að byggja upp færni sem nauðsynleg er fyrir framtíðina.
STEM Húsavík varð formlega hluti af STEM Learning Ecosystems starfssamfélaginu (Community of Practice) í maí 2023, fyrst á Norðurlöndunum.
Imagination is the Highest Form of Research.
Albert einstein
STEM Húsavík væri ekki til án stuðnings eftirfarandi:
Styrkúthlutun 2022
Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra til að koma á fót STEM Húsavík sem tilraunaverkefni (Pilot Project) á Húsavík.
Stuðningur við verkefnið
Stuðningur á öllum stigum verkefnisins, m.a. í formi húsnæðis og starfshlutfalls
Fulbright sérfræðingur
Fulbright Iceland styrkti komu sérfræðings í STEM kennslu til Íslands í maí og október 2022.

Áfangi tvö – innleiðing og aðlögun bestu starfsvenja
STEM Húsavík hlaut styrk úr Lóu, nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina sumarið 2022 til innleiðingar bestu starfsvenja STEM Learning Ecosystems.

Áfangi tvö – innleiðing og aðlögun bestu starfsvenja
STEM Húsavík hlaut styrk frá Bandaríska sendiráðinu á Íslandi til að halda vinnustofur fyrir kennara og byggja upp fjölbreytt STEM tækjasafn til útláns.

STEM Fréttir
STEM og Nýsköpun í skólastarfi
Starfsemi STEM Húsavík og STEM Íslands var kynnt á fræðslufundi á vegum Alheims, vísindaseturs nú í mars, en þar var Huld með erindi um mikilvægi samfélagslegrar þáttöku í menntun. Auk Huldar, sem kynnti STEM Húsavík og STEM Ísland, kynnti Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson starfsemi Nýmenntar á Menntavísindasviði og Per-Arild Konradsen stofnandi forstjóri FIRST Scandinavia kynnti the…
Lesa meiraÁrsfundur ICEBERG í Nantes
STEM Húsavík átti fulltrúa á ársfundi ICEBERG verkefnisins sem haldinn var dagana 4.–6. febrúar 2025 í Nantes í Frakklandi. Huld, sem situr í ráðgefandi stjórn verkefnisins, tók þátt í fundinum sem ráðgjafi og tengiliður við samfélag feltrannsókna. Það er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands. Fundurinn markaði eitt ár frá…
Lesa meiraVel heppnaður fyrsti vinnufundur ViSOE verkefnisins í Stavanger
Fyrsti vinnufundur Erasmus+ verkefnisins ViSOE var nýlega haldinn í Stavanger í Noregi með góðum árangri. ViSOE stendur fyrir Visual Storytelling for Ocean Education og er samstarfsverkefni Háskóla Íslands (Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík), Háskólans í Stavanger, Háskólans í Árósum og STEM Íslands og stendur yfir í þrjú ár. ViSOE miðar að því að þróa nýskapandi,…
Lesa meira
Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar – STEM Spjallið
Hafðu samband!
Við hlökkum til að heyra frá þér.
Your message has been sent
Hvar erum við?
Þekkingarnet Þingeyinga
Hafnarstétt 1-3
Húsavík
stem@stemhusavik.is
s. 6980489


