Um helgina lauk síðari Fulbright heimsókn Bridgetar Burger, en hún hófst um miðjan október með þátttöku í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpunni. Þar tóku Huld, verkefnastjóri STEM Húsavík og Bridget þátt í vinnustofum um menntun á norðurslóðum, auk þess að beina sjónum sérstaklega að konum og unmennum.

Arctic Circle var haldið dagana 13. – 16. nóvember og voru yfir 2000 þátttakendur í ráðstefnunni í ár og yfir 200 vinnustofur og viðburðir. Rödd frumbyggja á norðurslóðum var sterk og áberandi á ráðstefnunni, ásamt röddum ungmenna, en báðir hópar kölluðu skýrt eftir að vera hafðir með í ákvarðanatökum og stefnumótunum.
Huld og Bridget náðu að eiga samtal og mynda góð tengsl við samfélagsleg net og ungmennahreyfingar í Kanada og Grænlandi og hlakkar til að eiga áframhaldandi samtal og samstarf um STEM menntun á norðurslóðum í komandi framtíð.