Fulbright heimsókn 2/2

Nú í október fór fram síðari Fulbright heimsókn Bridgetar Burger, Fulbright sérfræðings í STEM menntun. Heimsóknin hófst á þátttöku í Arctic Circle í Reykjavík en lauk á Húsavík með röð vinnustofa fyrir starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga, samfélagstengingum í kringum NorthQuake jarðskjálftaráðstefnuna og samtali við kennara.

Á dagskrá Fulbright heimsóknarinnar voru m.a. vinnustofur sem Bridget Burger hélt um Verkefnamiðað nám (Project Based Learning), Nýsköpunar- og uppfinningamennt (Invention Education og Innovation Education), Árangursvíddir (Dimensions of Success) út frá PEAR’s líkaninu, en PEARS stendur fyrir Partnerships in Education and Resilience.

Þá áttu Huld og Bridget góð samtöl við kennara á svæðinu, en ein af mikilvægustu aðgerðum STEM Húsavík, sem skilgreindar voru í stefnumótun ráðgefandi stjórnar í maí sl., var tenging við skóla og stuðningur við kennara. Mikilvægt er að heyra frá fyrstu hendi hvaða stuðning kennarar kjósa að fá frá STEM Húsavík til að auðvelda og greiða leið að hágæða STEM kennslu.

Leave a Reply

%d bloggers like this: