Fyrsta Húsvíska liðið til að taka þátt í alþjóðlegu keppninni First LEGO League er lagt af stað til Reykjavíkur, en keppnin fer fram í Háskólabíói á morgun, laugardag. Það er STEM Húsavík í samstarfi við FabLab Húsavík sem hefur staðið fyrir forritunarklúbbi fyrir börn á aldrinum 8-14 ára í haust, en keppnin sem liðið tekur þátt í er fyrir 10-16 ára. Undanfarnar vikur hefur því hópur 12 barna unnið að undirbúningi fyrir keppnina, en hannContinue reading “Fyrsta Húsvíska liðið í First LEGO League keppnina”
Category Archives: Uncategorized
Leikskólinn Grænuvellir setur stefnuna á STEM
Síðastliðinn þriðjudag, á starfsdegi kennara í Norðurþingi, vann starfsfólk Grænuvalla, undir handleiðslu STEM Húsavík, undirbúningsvinnu fyrir innleiðingu STEM sem námsstefnu í öllu starfi leikskólans. Kjarnafærni í STEM greinum og færni fyrir 21. öldina er færni sem kallað er eftir í atvinnuumhverfi framtíðarinnar, en börn öðlast slíka færni m.a. í gegnum hágæða STEM menntun, allt frá unga aldri. Rannsóknir og niðurstöður alþjóðlegra mælinga sýna að nemendur missa áhuga og sjálfstraust í raungreinum um miðja grunnskólagöngu og ljóstContinue reading “Leikskólinn Grænuvellir setur stefnuna á STEM”
Vel heppnað sumarnámskeið STEM Húsavík: Náttúruvísindakrakkar
Á föstudag lauk tveggja vikna sumarnámskeiði STEM Húsavík fyrir 10-12 ára börn með vettvangsferð í Ásbyrgi. Námskeiðið er hluti af aðgerðum STEM Húsavík til að auka vitneskju um STEM í samélaginu. Námskeiðið var styrkt af Barnamenningarsjóði, í úthlutun sjóðsins fyrir 2023. 14 börn tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir í tvær vikur, tvær klst á dag. Lögð var áhersla á náttúru og nærumhverfi og lærðu þátttakendur að gera sínar eigin rannsóknir, lærðu vísindalegu aðferðina,Continue reading “Vel heppnað sumarnámskeið STEM Húsavík: Náttúruvísindakrakkar”
STEM Húsavík leiðir verkefnið Artic STEM Communities
Þann 17. apríl sl. samþykkti stýrihópur Norðurslóðaáætlunarinnar (Northern Periphery and Arctic Programme) 6 verkefni úr verkefnakalli tvö . Um er að ræða 5 aðalverkefni í forgangsröðun 1 og 2 og eitt svokallað “smáskala” verkefni, sem er jafnframt fyrsta verkefni nýs flokks, sem kallast forgangur 3 og snýst um að styrkja samstarfsmöguleika á Norðurslóðum. Það er verkefnið Arctic STEM Communities sem STEM Húsavík leiðir, en það er fyrsta verkefni sem samþykkt hefur verið frá upphafi íContinue reading “STEM Húsavík leiðir verkefnið Artic STEM Communities”
STEM Húsavík formlega hluti af STEM Learning Ecosystems starfssamfélaginu- Fyrst á Norðurlöndum
Dagana 1. – 3. maí fór fram árleg ráðstefna STEM Learning Ecosystems starfssamfélagsins (SLE Community of Practice) sem haldin er af TIES (Teaching Institute for Excellence in STEM) í Flórída í Bandaríkjunum. Starfssamfélagið samanstendur af 111 námsvistkerfum sem deila reynslu, aðferðum og niðurstöðum sín á milli.STEM Húsavík var í hópi 9 nýrra námsvistkerfa sem tekin voru formlega inn í starfssamfélagið á ráðstefnunni. Flest námsvistkerfin starfa vítt og breytt um Bandaríkin, en þeim hefur undanfarin árContinue reading “STEM Húsavík formlega hluti af STEM Learning Ecosystems starfssamfélaginu- Fyrst á Norðurlöndum”