Fyrsti hlaðvarpsþáttur STEM Spjallsins

Ein af aðgerðum STEM Húsavík fyrsta árið til að auka vitneskju um STEM í samfélaginu, er að setja í loftið hlaðvarpsþætti um STEM í samfélaginu.

Það er því ánægjulegt að tilkynna um fyrsta þátt STEM Spjallsins, sem nú er kominn í loftið á hlaðvarpsveitunni Podbean.

Í þáttunum fær Huld Hafliðadóttir, forstöðukona STEM Húsavík, til sín gesti sem á einhvern hátt tengjast STEM (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði) í samfélaginu, hvort heldur sem er í gegnum nám og kennslu, störf og rannsóknir eða á annan hátt. 

Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar STEM Spjallið

Sigurður Narfi Rúnarsson, kennari við Framhaldsskólann á Húsavík, er nýjasti gestur STEM spjallsins. Hann skrifaði M.ed. ritgerð sína um mikilvægi tölvu- og tæknimenntar fyrir framtíðina. Í STEM spjallinu ræðum við um STEM kennslu, Arduino og annars konar forritun og mikilvægi þess að fá að fikta og prófa sig áfram.
  1. Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar
  2. Hvað gerir hugbúnaðarsérfræðingur?

Ef þú hefur ábendingar um áhugaverðan viðmælanda fyrir STEM Spjallið, ekki hika við að hafa samband: stem@stemhusavik.is

Þessi hlaðvarpsþáttaröð er styrkt af Samfélagssjóði Landsvirkjunar.

Leave a Reply

%d bloggers like this: