
Ein af aðgerðum STEM Húsavík fyrsta árið til að auka vitneskju um STEM í samfélaginu, er að setja í loftið hlaðvarpsþætti um STEM í samfélaginu.
Það er því ánægjulegt að tilkynna um fyrsta þátt STEM Spjallsins, sem nú er kominn í loftið á hlaðvarpsveitunni Podbean.
Í þáttunum fær Huld Hafliðadóttir, forstöðukona STEM Húsavík, til sín gesti sem á einhvern hátt tengjast STEM (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði) í samfélaginu, hvort heldur sem er í gegnum nám og kennslu, störf og rannsóknir eða á annan hátt.

Mikilvægi tölvu- og tæknimenntar – STEM Spjallið
Sigurður Narfi Rúnarsson, kennari við Framhaldsskólann á Húsavík, er nýjasti gestur STEM spjallsins. Hann skrifaði M.ed. ritgerð sína um mikilvægi tölvu- og tæknimenntar fyrir framtíðina. Í STEM spjallinu ræðum við um STEM kennslu, Arduino og annars konar forritun og mikilvægi þess að fá að fikta og prófa sig áfram.
Ef þú hefur ábendingar um áhugaverðan viðmælanda fyrir STEM Spjallið, ekki hika við að hafa samband: stem@stemhusavik.is
Þessi hlaðvarpsþáttaröð er styrkt af Samfélagssjóði Landsvirkjunar.