STEM Hádegi: Möguleikar á nýtingu lífræns áburðar úr úrgangi

Í Hádegishittingi marsmánaðar sagði Martin Varga frá verkefni sína um fýsileika þess að framleiða lífrænan áburð úr úrgangi sem annars er hent. Martin hlaut nýverið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra til þess að skoða möguleikana hér á svæðinu, en erlendis þekkist þessi aðferð og er vel nýtt.

Fjölmargir þættir ýta undir fýsileika þess að notast við lífrænan áburð framleiddan á Íslandi í stað tilbúins/framleidds áburðar, svosem flutningskostnaður nú í kjölfar covid, sem og stríðsins í Úkraínu – en ekki síður en háværar kröfur út frá náttúruverndar- og heilsufarssjónarmiðum, en notkun á tilbúnum áburði hefur neikvæð áhrif til langs tíma á jarðveg, grunnvatn og sjó.
Þá eykst eftirspurn eftir lífrænum matvælum með hverju árinu.

Hér er Martin með sýnishorn af áburði úr kinda-ull, kindahornum, þara og hestaskít.

Leave a Reply

%d bloggers like this: