STEM Húsavík leiðir verkefnið Artic STEM Communities

Þann 17. apríl sl. samþykkti stýrihópur Norðurslóðaáætlunarinnar (Northern Periphery and Arctic Programme) 6 verkefni úr verkefnakalli tvö .

Um er að ræða 5 aðalverkefni í forgangsröðun 1 og 2 og eitt svokallað “smáskala” verkefni, sem er jafnframt fyrsta verkefni nýs flokks, sem kallast forgangur 3 og snýst um að styrkja samstarfsmöguleika á Norðurslóðum. Það er verkefnið Arctic STEM Communities sem STEM Húsavík leiðir, en það er fyrsta verkefni sem samþykkt hefur verið frá upphafi í forgangsröðun 3. Slík “smáskala” verkefni nýtast jafnframt sem undirbúningsverkefni stærri verkefna.

Verkefnið hefst formlega 1. júní og nær yfir 18 mánaða tímabil, en nú á dögunum fór Huld á upphafsfund Norðarslóðuaáætlunarinnar þar sem forsvarsfólk allra 6 verkefnanna kom saman í Kaupmannahöfn.

Arctic STEM Communities snýst um að efla samfélög á Norðurslóðum og byggja upp færni til framtíðar með STEM Learning Ecosystems líkaninu, og byggja þannig upp þversamfélagsleg námsvistkerfi í kringum hágæða STEM menntun.

Leave a Reply

%d bloggers like this: