Vel heppnað sumarnámskeið STEM Húsavík: Náttúruvísindakrakkar

Á föstudag lauk tveggja vikna sumarnámskeiði STEM Húsavík fyrir 10-12 ára börn með vettvangsferð í Ásbyrgi. Námskeiðið er hluti af aðgerðum STEM Húsavík til að auka vitneskju um STEM í samélaginu. Námskeiðið var styrkt af Barnamenningarsjóði, í úthlutun sjóðsins fyrir 2023.

14 börn tóku þátt í námskeiðinu sem stóð yfir í tvær vikur, tvær klst á dag. Lögð var áhersla á náttúru og nærumhverfi og lærðu þátttakendur að gera sínar eigin rannsóknir, lærðu vísindalegu aðferðina, söfnuðu gögnum og lærðu um og rifjuðu upp ýmis hugtök eins og ljóstillífun, flokkun, greining og ferli vatns í umhverfinu. Þá var ýmislegt sem vakti athygli í umhverfinu eins og þær óteljandi tegundar af fléttum sem finna má á steinum á Íslandi.

Þá fengu náttúruvísindakrakkar að fylgjast með störfum fuglafræðings og heyra um fuglarannsóknir frá Náttúrustofu Norðausturlands, fóru í heimsókn í Hvalasafnið á Húsavík þar sem þau hittum Dr. Marianne Rasmussen frá Rannsóknastofnun Háskóla Íslands á Húsavík og Garðar Þröst frá Hvalasafninu.

Í Hvalasafninu settu þau fram sína eigin tilgátu með viðeigandi rannsóknum. Námskeiðið var svo fléttað saman með leikjum og rannsóknarleiðöngrum í nærumhverfinu. Lokahnykkurinn var vettvangsferð í Ásbyrgi þar sem Gljúfrastofa var heimsótt, farið var í náttúrufjársjóðsleit og nemendur fengu viðurkenningarskjöl í lok námskeiðs. 

Ath: STEM Húsavík gerir ráð fyrir að halda annað námskeið í ágúst fyrir hóp 2, sama efnis, en með öðru sniði. Það verður nánar auglýst á næstu vikum.

Leave a Reply

%d bloggers like this: