Fyrsta Húsvíska liðið í First LEGO League keppnina

Fyrsta Húsvíska liðið til að taka þátt í alþjóðlegu keppninni First LEGO League er lagt af stað til Reykjavíkur, en keppnin fer fram í Háskólabíói á morgun, laugardag.

Það er STEM Húsavík í samstarfi við FabLab Húsavík sem hefur staðið fyrir forritunarklúbbi fyrir börn á aldrinum 8-14 ára í haust, en keppnin sem liðið tekur þátt í er fyrir 10-16 ára. Undanfarnar vikur hefur því hópur 12 barna unnið að undirbúningi fyrir keppnina, en hann er þríþættur og snýst um: 1) að hanna og forrita LEGOþjark (vélmenni) sem leysir þrautir ársins í vélmennakapphlaupi, 2) að taka þátt í nýsköpunarverkefni með því að kanna og leysa raunveruleg vandamál sem tengjast viðfangsefni (þema) ársins og 3) að byggja upp góðan liðsanda og keppnisanda. Þemað í ár er lista- og safnaheimurinn.

Fjögur börn á aldrinum 12- 14 ára skipa liðið, en það eru þau Ásgeir Gylfi Garðarsson úr 8. bekk Borgarhólsskóla, Ástríður Gríma Ásgrímsdóttir úr 5. bekk í Hafralækjarskóla og Benedikt Berg Ólafsson og Tómas Orri Stefánsson úr 6. bekk Borgarhólsskóla.

Leave a Reply

%d bloggers like this: