Í Hádegishittingi marsmánaðar sagði Martin Varga frá verkefni sína um fýsileika þess að framleiða lífrænan áburð úr úrgangi sem annars er hent. Martin hlaut nýverið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra til þess að skoða möguleikana hér á svæðinu, en erlendis þekkist þessi aðferð og er vel nýtt. Fjölmargir þættir ýta undir fýsileika þess að notast við lífrænan áburð framleiddan á Íslandi í stað tilbúins/framleidds áburðar, svosem flutningskostnaður nú í kjölfar covid, sem og stríðsins íContinue reading “STEM Hádegi: Möguleikar á nýtingu lífræns áburðar úr úrgangi”
Author Archives: stemhusavik
Fyrsti hlaðvarpsþáttur STEM Spjallsins
Ein af aðgerðum STEM Húsavík fyrsta árið til að auka vitneskju um STEM í samfélaginu, er að setja í loftið hlaðvarpsþætti um STEM í samfélaginu. Það er því ánægjulegt að tilkynna um fyrsta þátt STEM Spjallsins, sem nú er kominn í loftið á hlaðvarpsveitunni Podbean. Í þáttunum fær Huld Hafliðadóttir, forstöðukona STEM Húsavík, til sín gesti sem á einhvern hátt tengjast STEM (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði) í samfélaginu, hvort heldur sem er í gegnum námContinue reading “Fyrsti hlaðvarpsþáttur STEM Spjallsins”
Fyrsta vinnustofa kennara
Árið byrjaði farsællega hjá STEM Húsavík, en fyrsta vinnustofa fyrir kennara var haldin 2. janúar. Það voru rúmlega 40 kennarar og annað starfsfólk frá leikskólanum Grænuvöllum sem nýttu hluta úr starfsdegi sínum til að læra um STEAM fyrir leikskóla. Um vinnustofuna sáu Huld Hafliðadóttir og Bridget Burger, en starfsfólk kom í fjórum hópum og stóð hver vinnustofa yfir í um klukkustund. Á vinnustofunni voru kynnt ný STEM tæki og leikir fyrir starfsfólk, en tækin verða aðgengilegContinue reading “Fyrsta vinnustofa kennara”
Fulbright heimsókn 2/2
Nú í október fór fram síðari Fulbright heimsókn Bridgetar Burger, Fulbright sérfræðings í STEM menntun. Heimsóknin hófst á þátttöku í Arctic Circle í Reykjavík en lauk á Húsavík með röð vinnustofa fyrir starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga, samfélagstengingum í kringum NorthQuake jarðskjálftaráðstefnuna og samtali við kennara. Á dagskrá Fulbright heimsóknarinnar voru m.a. vinnustofur sem Bridget Burger hélt um Verkefnamiðað nám (Project Based Learning), Nýsköpunar- og uppfinningamennt (Invention Education og Innovation Education), Árangursvíddir (Dimensions of Success) út fráContinue reading “Fulbright heimsókn 2/2”
STEM Húsavík á Arctic Circle
Um helgina lauk síðari Fulbright heimsókn Bridgetar Burger, en hún hófst um miðjan október með þátttöku í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpunni. Þar tóku Huld, verkefnastjóri STEM Húsavík og Bridget þátt í vinnustofum um menntun á norðurslóðum, auk þess að beina sjónum sérstaklega að konum og unmennum. Arctic Circle var haldið dagana 13. – 16. nóvember og voru yfir 2000 þátttakendur í ráðstefnunni í ár og yfir 200 vinnustofur og viðburðir. Rödd frumbyggja á norðurslóðumContinue reading “STEM Húsavík á Arctic Circle”